Skilmálar

  • Virðisaukaskattur er innifalinn í öllum verðum

  • Við tökum ekki við kortum

  • Ef greiðandi er ekki sá sami og sá sem bókar pöntunina, er greiðandi ábyrgur fyrir borgun

  • Við tökum á engan hátt ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á eignum eða meiðslum sem kunna að verða á fólki. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum

  • Ófyrirséðir atburðir sem geta leitt til skerðingar á gæðum (t.d veður) eru ekki gjaldgengir til endurgreiðslu og við áskiljum okkur því rétt til þess að breyta áætluninni í ykkar þágu

  • Hjálmanotkun er skylda fyrir alla og munum við skaffa þá

  • Allir viðskiptavinir verða að taka þátt í reiðtúrum af fúsum og frjálsum vilja og eru þeir skyldugir til að tilkynna leiðsögumanni um hvert það ástand sem gæti haft áhrif á færni þeirra til að taka þátt í reiðtúrnum og til að fylgja allri ráðgjöf leiðsögumanns

  • Bakpokar eða töskur er ekki leyfilegt að taka með í reiðtúrinn. Ef þú tekur myndavél með þér er það á þína eigin ábyrgð.

  • Allir viðskiptavinir eru skyldugir til að hlusta á og meðtaka öryggisleiðbeiningar.

  • Það er mikilvægt að vera meðvitaður um að reiðtúr getur falið í sér nokkra hættu.